Hér fyrr í sumar flutti ég í nýtt herbergi og keypti í framhaldi af því nýtt skrifborð, hillusamstæðu (bæði úr IKEA) og nýtt rúm (Húsgagnahöllinni). Ég ber nú báðum verslunum vel söguna, sérstaklega IKEA sem voru meir en tilbúin að láta mig fá nýjar hliðar í skúffurnar í hillusamstæðunni frítt, eftir að ég hafði barið í gegnum þær gömlu með hamri…
Á öllu þessi vafstri mínu í gegnum húsgagnaverslanir varð ég áþreyfanlega var við eitt, það fannst vart þægilegur sófi! Ég hef löngum haft það fyrir sið að setjast í sem flesta sófa og stóla þegar ég kem í húsgagnaverslanir og nú varð ég fyrir miklum vonbrigðum! Hvar sem ég kom voru að sjálfsögðu til eitursvalir sófar en allir óþægilegir og flestir harðir og studdu óþægilega við bakið! Ég prufaði þá með hinni viðurkenndu “hlammasérí” aðferð og í flestum tilvikum fengu þeir falleinkunn.
Þess vegna vill ég velta upp þessari spurningu: Hafa húsgagnahönnuðir misst sjónar á hinni réttu hugsjón (þægindum) og fórnað þeim algjörlega fyrir flott útlit?
Persónulega kýs ég frekar forljótjan en þægilegan sófa heldur en svalan og óþægilegan!
Hvað finnst ykkur?
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _