Nema hvað að í nótt vaknaði mín við eitthvað þrusk fyrir utan. Ég stend upp og kíki út en sá ekki neitt lagðist því aftur í bælið og svaf í sirka klukkustund þegar ég vakna við sama þruskið í mölinni fyrir utan hjá okkur. Ég vek maninn minn og bið hann um að kíkja á þetta með mér, við sækjum okkur vasaljós og svona, kveikjum ekki neitt ljós og fórum á “veiðar”. Við kíkjum svo út þar sem við heyrum að eitthver er að reyna við bílanna okkar. Sjáum þá manneskju standa fyrir utan svo við opnum hurðina og köllum til hans/hennar: HEY HVAÐ HELDURU AÐ ÞÚ SÉRT AÐ GERA!“. Auðvitað hljóp viðkomandi hratt í burtu svo við komum inn, hringjum í lögreglu sem segist ekkert geta gert þar sem ekkert brot átti sér stað.
Í dag kem ég heim í fjagra klukkustunda eyðu. Annar bíllinn hjá pabba í viðgerð og kallinn á hinum. Ég ákvað að leggja mig þar sem ég fékk engan svefn í nótt vegna viðkomandi atburða og er rétt nýsofnuð þegar ég heyri aftur að eitthver er að ganga um húsið mitt. Ég var nýbúin að loka öllum gluggum vegna spá um hvassviðri en heyri hljóð frá stofuglugganum. Mín sækir kökukeflið góða og læðist inn í stofu þar sem ég dreg frá gardínunum og öskra: HVAÐ HELDURU EIGINLEGA AÐ ÞÚ SÉRT AÐ GERA!” Maðurinn sem stóð fyrir utan hrökk við og hljóp í burtu. Sem ég hefði auðvitað líka gert ef ég væri að stunda þessa iðju. Eftir þetta sendi ég línu á kennarann minn og bað um frí það sem eftir var dagsinns þar sem ég þorði engan vegin að skilja innbúið, tölfurnar og allt dótið okkar eftir eftirlitslaust sér í lagi þar sem ég hringdi aftur í lögregluna sem gaf þau svör að það sé enginn skaði skeður svo hún geti ekkert gert. Ég er ekki alveg nógu sátt við þetta.
Núna situr mín ein heima í myrkrinu, með kökukeflið hennar ömmu gömlu og bíð spent eftir hringingu frá Securitas svo ég þori að skilja húsið eftir autt og mæta í skólann. Auðvitað myndi ég þora að yfirgefa svæðið ef það væri ekki búið að reyna að komast hér inn tvisvar á innan við sólarhring.
En þangað til verðum við kökukeflið að duga!
Kær kveðja
Að hafa skoðun er réttur allra. Ég á mínar og þú átt þínar, þú mátt tjá þig um þínar skoðanir en ekki þröngva þeim upp á mig