Ég keypti mér nýjan sófa um daginn, leðursófa og tvo stóla sem ég sá í ákveðinni húsgagnaverslun. Við mátuðum sýningarsófann og okkur leist mjög vel á hann og skelltum okkur á settið, enda á tilboði. Kærastinn minn er frekar smámunasamur og tók eftir lítilli rispu sem var á sýningarsófanum en við vorum nú lítið að skipta okkur að því þar sem við vorum nú varla að fá þennan sófa heim til okkar.
En annað kom á daginn.
Viku seinna fengum við sendinguna heim til okkar. Tveir stólar pakkaðir inn en sófinn ekki, aðeins smá plastaður. Þetta fannst okkur svolítið skrýtið en meina, við pældum ekkert i því svosem. Þangað til að mennirnir sem komu með sófann voru farnir og við ætluðum að fara að koma öllu draslinu fyrir.
Þá tókum við eftir því að það vantaði lappirnar undir stólana, þannig að við gátum nú varla sett þá saman þetta kvöld, og…við höfðum fengið þennan blessaða sýningarsófa. Sama rispa á sama stað!
Þetta voru auðvitað léleg vinnubrögð hjá frekar þekktu fyrirtæki verð ég nú að segja. Reyndar bættu þeir okkur þetta upp en mér er sama!
Ráðlegg fólki að pæla vel í svona hlutum ef þeim finnst þetta eitthvað öðruvísi en það ætti að vera;)