herbergið mitt er gult með grænum dúk og inni í herberginu er;
skrifborð
náttborð
rúmm
kommóða
skrifborðsstóll
annar venjulegur “stofustóll”
Skrifborðið er frá ikea og það er talsvert stórt, einu meiginn eru grindur fyrir blöð og svoleiðis hinu meigin er tússtafla&segultafla og í miðjunni eru hillur og þar ofan á er svona stór hilla með öllum bókonum mínum og blóma seríu úr byggt&búið ásamt hátölurum fyrir græjurnar mínar
á töflunni er blað um samtímana í nóvember,æfingataflan fyrir gróttu árið ‘o6-‘o7, blað um alheimsmót skáta 2007, dagskrá hvítu fjaðrarinnar
þar fyrir neðan er rammi með mynd af mér & vinkonum mínum, geisladiskarnir mínir, webcamið mitt & bolli
þar fyrir framan er tölvan mín
í miðjueiningunni í efstu hillunni eru hátalar fyrir tölvuna mína & ennisljósið mitt
í miðhillunni eru öll hálsmenin mín og snyrtivörurnar mínar
í neðstu hillunni er lampi frá ikea, klink box, kúa stytta(?),veski & græjurnar mínar voða sætar og krúttlegar.
Í grindunum eru gamlar námsbækur,tónfræði dót, hljóðfærið mitt & hljóðfærabækurnar mínar
á skrifborðinu sjálfu er myndavélin mín afþurkunarklútur, sléttujárn ,kennara tyggjó og að sjálfsögðu ipodinn minn :)
Rúmmið mitt er bara einbreitt, slatti af fötum útí endanum svoldið mikið af koddum þar í augnablikinu. Ég læri líka oftast uppí rúmminu og þess vegna er skólataskan mín mjög oft þar.
Náttborðið mitt. Þar er hvítur ikea lampi,, síminn minn,
Kommóðan mín, þar ofaná hanga allir verðlaunapenningarnir mínir, bikarinn fyrir mestu framfarir í 4 flokki gróttu 2006, hálsmen & 3 armbönd. Í kommóðunni hinsvegar eru öll fötin mín.
á veggnum fyrir aftan skrifborðið eru myndir af vinum mínum,póstkort,teikningar,og húllakrans. A veggnum hliðin á skrifborðinu mínu er mynd af afa mínum þegar hann var yngri. Á gólfinu mínu er kassi með fullt af hlutum sem ég er hætt að nota, þrennir skór, ruslapoki og möppur síðan í myndmennt.
Já þetta var herbergið mitt =)
því miður á ég eiginlega enga myndavél :/
-ginny
Heyrðu væni !