Herbergið mitt er að mestu leyti með hvítum veggjum en þegar maður gengur inni í það þá er veggurinn til vinstri grár.

Húsgögn:

Rúmið mitt er 193 x 105 sirka og það er blátt með grænu teppi ofan á með grenitrjáa mynstri.
Náttborðið mitt er hvítt á litinn með einni stórri skúffu og tveimur hillum. Á því eru bækurnar sem ég er að lesa ( LOTR ) og lampinn minn.
Skrifborðið mitt er mjög stórt. Á því er tölvan mín og prentarinn minn og svo er stórt svæði til að gera heimanámið. Undir skrifborðinu eru svo hillur á hjólum sem eru í stíl við skrifborðið.
Ég er með Svartan leður hægindastól og tvo skrifborðsstóla einn bláann og einn grænann.
Skápurinn minn er líka í stíl við skrifborðið mitt með tveimur hólfum til að geyma skyrturnar mínar og jakkana og peysurnar. Það eru fjórar skúffur fyrir nærföt og boli og þannig líka á honum.


Á veggjunum:

Á veggjunum er ég svo með fullt af myndum og dóti.

Spegillinn minn litli sem ég gerði í mósaík í skólanum er með svona krossamynstrum og litlum kúlum á.
Píluspjaldið mitt keypti ég úti á Spáni til að hafa í húsinu okkar þar en ákvað að koma með það heim.
Stóri ramminn með fullt af myndum af æviskeiðum mínum fékk ég þegar ég fermdist frá mömmu og pabba ( ásamt öðru ) og þar er ég meðal annars að spila á byrjendatrommusettið mitt sem ég er búinn að selja.
Spegillinn stóru fékk frá pabba. Hann er langur og hvítur í útlínunum.
Svo er hanki fyrir sloppinn minn og derhúfurnar mínar.
Myndin sem ég gerði í myndmennt er hluti af Picasso verki og ég lakkaði svo yfir það.
Slipknot plakatið mitt keypti ég í fríhöfninni á Spáni.
Dream Theater myndin mín gerði ég líka í myndmennt því að Dream Theater er frábær hljómsveit.
Það er einhver mynd af konu labbandi frá húsi sínu… veit ekki alveg hvað það á að þýða en alla vegna, mamma gaf mér hana.
Svo er vatnslitamynd af mér með golfkylfu sem ég gerði líka í myndmennt.
Að lokum er það mynd af hana með kórónu sem ég gerði fyrir löngu :)

ég þakka fyrir mig. sendi ekki mynd heldur leyfi ykkur að ímynda ykkur hið fullkomna herbergi :) ( orðagrín )
Mike Portnoy: Do you guys know how long it took to find a gravestone with the name Victoria Page, and the dates 1905-1928 on it?! Took us months!