Ég vil gera eins og allir aðrir og skrifa um herbergið mitt:P
Liturinn á herberginu er bara hvítur og langar mig að halda því þannig. Er svo með bláar gardínur svo það brýtur aðeins upp.
Húsgöngin eru kannski ekki mörg en þau eru góð:) Rúm sem er 140x200 á stærð, tvær ljósbrúnar kommóður, lítill krúttilegur bókaskápur og fataskápur. Og svo er ein hilla fyrir ofan rúmið mitt.
Fataskápurinn er beint á móti rúminu mínu, eða semsagt á móti endanum. Hann er að sjálfsögðu fullur af fötum og skóm:) Hann er frekar lítill miðað við venjulega fataskápa og ofan á honum eru um 40 bangsar sem ég á!
Kommóðan er við hliðina á rúminu og er full af drasli. Ofan á henni er ekkert:) nema síminn minn.
Svo kemur bókaskápurinn í horninu við hliðina á kommóðunni. Hann er mjög lítill og ofan á honum eru græjurnar mínar, en annars er hann fullur af bókum sem ég hef safnað mér í gegnum tíðina.
Svo kemur stór gluggi og ofn undir því þannig að það er ekkert þar. En svo er stóra kommóðan í hinu horninu með sjónvarpinu ofan á. Svo hurð við hliðina á því:P
Ofan á hillunni eru 2 flott þríhyrningslaga glös sem ég fékk í útskriftargjöf, 2 kertastjakar og spegill.
Herbergið mitt er mjög einfalt og lítið af óþarfa drasli uppi, það er allt í öllum skúffunum sem ég á:)
Annars er þetta herbergið mitt og stendur til að breyta aðeins, langar að fækka húsgögnum og hafa bara rúm, fataskáp og bókaskáp. Það gerist vonandi bráðum:)
Takk fyrir mig!