Jæja, herbergið mitt..

Herbergið mitt er Grænt og hvítt og er stærsta barnaherbergið í húsinu, ég er ekki viss hvað það eru margir fermetrar. Ég eyði ekkert sérstaklega miklum tíma í herberginu mínu svo það er nánast alltaf hreint og fínt, eini tíminn sem ég er þar inni er þegar ég ætla að horfa í friði á sjónvarpið og læra og að sjálfsögðu sofa.

Húsgögn:

*Einbreitt rúm með prinsessuteppi :P
*Náttborð í stíl við rúmið
*Bókahilla með ýmsu dóti í :)
*Skrifborð
*Hilla, hentar frábærlega fyrir allt smádrasl en þó er ekkert á henni eins og er
*“náttborð”, öðru nafni smádraslsgeymslan
*Skrifborðsstóll

Hvað er á skrifborðinu mínu?

Á skrifborðinu mínu er drasl…

*Æðislegu græjurnar mínar
*Skólabækur
*50 geisladiskar í stafla
*Pennaveski, eftir heimanámið mitt
*mp3 spilari litlu systur minnar (ekki hugmynd af hverju hann er þar)
*Miðinn minn á BloodHound Gang tónleikana

Hvað er á náttborðinu mínu

*Hauskúpulyklakippa með “demöntum” og 4 lyklum á
*Skærgrænn lampi
*Síminn minn
*Myndavélin mín
*1500 kall
*Ágætis Byrjun, Takk.. og Von með Sigur Rós, allt áritað og fínt^^

Annað

Já annað..
*Fyrir ofan skrifborðið mitt er 30" sjónvarpið mitt, silfurlitað og flott með svörtu headsetti tengt við, fékk það í fermingargjöf.
*Á veggjunum eru plaggöt og myndir af hljómsveitum og vinum mínum.
*Undir rúmi er af einhverjum dularfullum ástæðum 2 kassar af pleimói, hef ekki hugmynd af hverju en ég hef móður mína grunaða um að hafa troðið þeim þangað.
*Fataskápurinn minn, óþarfasti hluturinn minn. Einn daginn núna nýlega fékk ég þvílíka þörf fyrir að taka til í honum svo það er allt skipulagt með límmiða í hverri hillu og skúffu hvar allt á að vera, skipulagsfreak ég veit. Svo er skápurinn sérsmíðaður og hafður það hár að ég næ ekki upp í efstu hilluna og í efri skápana sem ég sé engan tilgang með en ég er samt nokkuð sátt við hann.
*Á gluggakistunni minni er líka eitt stykki röndóttur lampi úr rúmfatalagernum sem hún Kristín gaf mér í afmælisgjöf einhverntíman, ótrúlega flottur og grænn.


Kannski er það augljóst núna að ég elska grænann og á of mikið af grænum hlutum, til dæmis er einn veggurinn minn SKÆRgrænn.

Kannski mynd seinna þegar myndavélin er komin í lag, en hún er í klessu í augnablikinu.

Kv. tonnatak^^