Mjá, ég leigi s.s með besta vini mínum sem er hann Oneiros.
1. september fengum við kjallaraíbúð í 105 afhenda… eiginlega er hún það nálægt Hlemmi að maður hefði haldið að hún væri í 101.
Þetta eru basicly tvö svefnherbergi, ég eftirlét honum stærra herbergið þar sem hann er með MUN meira drasl en ég…
Hann byrjaði á því að mála inni hjá sér þar sem herbergið var fáránlega hvítt og hann gat ekki unnið í því… svo núna er það grasgrænt :)
Hann er með skrif aðstöðuna sína þarna og svo huges rúm sem ég á það til að crasha í þegar mig langar ekki að lúra ein inni hjá mér.
Louis Royo skreytir vegg hjá honum þar sem þetta er kjallaraíbúð þá eru litlir gluggar sem hleypa engri rosalegri birtu inn.
Svo eru notes sem hann hefur gert í sambandi við hitt og þetta sem umkringja skrifborðið hjá honum :P
Herbergið mitt… HVÍTT! Ég nennti ekki að standa í því að mála eitthvað svo það fékk að standa hvítt… en ég leysti málið með því að setja nokkur síð gluggatjöld hjá mér sem gefa smá illusion um stærð gluggans og herbergið virðist stækka við þetta.
Rúmið mitt virðist leggja undir sig meira en hálft herbergið sem er madness en þægilegt…
Við hliðina á hurðinni er skápur með öllu svona smádóti sem ég á líklegast og áfengisglösum.
Á veggnum við hliðina á rúminu er sjónvarpsskápurinn minn með öllu tilheyrandi… DVD spilaranum og DVD myndunum.
Svo er ég með hillur hjá mér sem koma í stað fataskáps því að ofninn inni hjá mér stelur “smá” plássi því það er gamall vatnsofn, eru hillurnar staðsettar fyrir ofan ofninn… smá að reyna aðnýta plássið.
Við hliðina á herberginu mínu er salernið sem er á stærð við frímerki en er samt í lagi… maður þarf bara að venjast því.
Beint á móti salerninu… alveg hinumegin við ganginn er utidyrahurðin ;)
Á ganginum eru allskyns víkingadót… skyldir, sverð og slíkt ásamt því að ég er að fara að fá mér flottar BDSM og Fetish myndir til að hengja upp þar.
Eldhúsið er stórt og þægilegt, held eiginlega miðað við hlutföll sé það stærðst þarna inni, fremur rúmgott miðað við það sem við bjuggumst við.
Svona er litla íbúðin okkar nálægt miðbæ Reykjavíkur… svo auðvitað má ekki gleyma helstu kostunum við staðsetninguna… stutt á Kaffi Vín og í Iðnskólann ;)
kv. Taran