Herbergið mitt er það stærsta í íbúðinni. Ég reyndar deili því með jafnaldra bróður mínum, tímabundið. Það eina sem hann á í þessu herbergi er rúmið hans, og föt. Allt annað á ég. Oftar en ekki er mikið drasl í herberginu. Einstaka sinnum fær mamma mig til að taka til, og þá er það tekið í gegn!
Húsgögn
-Tvö rúm.
-Skrifborð.
-Hilla úr Ikea, hentar vel fyrir smáhluti, svo geymi ég eitthvað af fötunum mínum í svona körfum sem ég set inn í hilluna.
-Tveir stólar. Einn við hliðiná rúminu mínu, þar sem ég get sett þau föt sem ég ætla að klæðast næsta dag. Annar stóllinn er við skrifborðið.
Á skrifborðinu (akkúrat núna) er:
-Sjónvarp.
-Videotæki + einhverjar barnaspólur, frá því að litla frænka mín kom í heimsókn.
-Geisladiskar.
-Lítill fatabúnki, sem ég á eftir að gangafrá.
-Og fleiri smáhlutir sem ég nenni ekki að telja upp.
Annað:
-Fyrir ofan rúmið mitt er stóóór gluggi, um 15 cm “gluggakista” fylgir honum. Á gluggakistunni er útvarpið mitt.
-Í herberginu er einn stór skápur innfallinn í vegginn. Hann nær yfir heilan vegg. Þar geyma flestir fjölskyldumeðlimirnir fötin sín.
-Á veggjunum eru plaköt og myndir af mínum uppáhaldshljómsveitum. Einnig er ég búin að hengja upp myndir af vinum mínum á vegginn fyrir ofan skrifborðið mitt.
Ég reyndar er ekkert svo mikið í herberginu mínu. Yfir sumartímann þá sef ég þarna aðalega bara. En þegar skólinn byrjar þá nota ég skrifborðið mitt til lærdóms. En þetta á allt eftir að breytast núna! Þar sem ég fæ tölvuna inní herbergið mitt á morgun, á þá verð ég örugglega mun meira í herberginu mínu.
Á reyndar engar myndir af herberginu, en ég sendi kannski seinna þegar myndarvélin mín lagast híhí. :)
Kv. AllaWhite