Þar sem að allir eru að skrifa um herbergið sitt þá ætla ég að gera það líka :) (nema að ég á tvö)
Ég byrja bara á svefnherberginu.
Svefnherbergið mitt er svona ca. 7 fermetrar og í því er rúm, skrifborð og hilla. Þá eru svona 2 fermetrar eftir sem að ég nota til að gera armbeygjur hah ;)
Á skrifborðinu geymi ég svo drasl sem að mamma og pabbi hafa hent inn til mín, t.d. gamlar skólabækur og þannig drasl.
Eins og hjá OfurKindinni er rúmið aðal staðurinn í svefnherberginu því að þar geymi ég andrés blöðin mín í stórum(?) kassa sem að ég bjó til sjálfur í smíði. Það er líka stóll inni hjá mér, má ekki gleyma honum. Jæja nóg komið um svefnherbergið mitt.
Núna ætla ég að skrifa smá um hitt herbergið mitt [ sem er btw ofaní jörðinni :O og það herbergi sem að ég er oftar í hehe :D "aðal herbergið" ]
Í því herbergi er ég með:
Geimskutluna [eins og arni69 kallar hana [það er tölvan mín]]
3 stóla [ég breyti um stól fyrir hvert scrim]
rúm [sem að ég fæ útras á þegar að ég er pirraður]
tölvuborð [sem að er lampinnn minn er ofaná]
2 skúffur og 4 spýtur ofaná [fyrir Geimskutluna mína og það drasl]
glerborð [fyrir reykelsi [sem að hefur ekki verið notað síðan 1999 orsm]]
tonn af geisladiskum [384 diskar í hillunni [örugglega fleiri ofaní einhverjum skúffum]]
skápur
hilla með skúffum af drasli í
önnur hilla með blöðum og drasli í
stór spegill fyrir aftan skjáinn [svo að ég geti lúkkað vel í scrimmum]
sjónvarp [sem að er ekki tengt]
Ég ætla svo að sýna ykkur nokkrar myndir úr “aðal herberginu”
MYND I [hérna sjáiði "geimskutluna" mína]
MYND II [mjög gott að kýla í heilsukoddann þegar að maður er pirraður]
MYND III [stólarnir 3 og 384 diskar þarna í bakgrunn]