Byrjum bara á húsgögnunum. Inni hjá mér er: Skrifborð, skápur, hilla, rúm, sófi og tölvustóll.
Skrifborðið, skápurinn og hillan er úr IKEA, heví næs, reynst mér mjög vel.
Það er hægt að finna mynd af skápnum mínum í myndum/yfirlit/næsta síða 2 eða 4sinnum hérna á /heimilid. Hillan er svona 2.10 há, með 5 hillum og 1 stórri skúffu undir. Þarna geymi ég öll verðmæti mín, svosem Lifandi Vísindi blöðin mín, bækur, myndaalbúm, og drasl.
Í skrifborðinu geymdi ég svo hluti sem eiga bara ekkert heimili, þá hendi ég þeim í skrifborðsskúffurnar. Svo ofaná skrifborðinu eru eftirfarandi hlutir:
- Hátalarar, ásamt bassaboxi
- Router
- Skjár
- Heyrnatól
- Benedikt Búálfur diskur[ég sver, systir mín á hann!]
- Sólgleraugu
- Gleraugu
- Allskonar miðar, blöð, og snúrur og drasl, held snúrurnar tengist myndavél og iPod.
Svo er ein hilla hérna hægra megin við skrifborðið, þar sem ég geymi Andrés Önd og fleiri skemmtilegt.
Svo, rúmið. Aðalstaðurinn ;> Mjög þægilegt, svona einsoghálfsmanns rúm, veit ekki hvar það er keypt.
Sófinn! Svartur 2manna leður sófi sem fittar akkúrat til að fylla herbergið, helvíti þægilegur ef maður fær gesti. Keyptur í Rúmfatalagernum, yeah!
Ah, skápurinn, IKEA, tvöfaldur með spegli. Pláss fyrir herðatrésföt einu megin, en hliðina á hillur þar sem hægt er að geyma sokka, boli og fl.
Svo er spegill á miðjuhurðinni, alltaf jafn glæsileg manneskja í honum þegar ég kíki.
Svo er trompet og gítar á milli rúmsins og skrifborðsins. Og allskonar drasl í gluggasillunum mínum.
Svo er sjónvarp á svona hillustandi fyrir ofan rúmið, geeeeðveikt næs þegar maður nennir ekki að hreyfa sig. Getur legið á bakinu og horft á TV-ið þarna uppi einhversstaðar.
Ég held það sé ekkert fleira, sendið inn grein um herbergið ykkar!
Kveðja, OfurKindin, stjórnandi á /heimilið.
(ásamt Moli0)
stjórnandi á /bretti, /vetraríþróttum og /heimilið