Já herbergið mitt á sér langa sögu, hef verið í nokkrum herbergjum í þessu húsi sem ég bý í en það er þó eitt sem hefur ávallt fylgt þessum herbergjum, en það er drasl. Þar sem ég bý er alltaf eitthvað drasl. Sama hversu vel ég tek til, þá kemur alltaf nýtt og nýtt drasl upp á yfirborðið. Eitt sem ég kann ekki er að koma hlutunum á ákveðinn stað, dæmi um drasl sem er hér á borðinu fyrir framan mig er magic dós, svona 200 teygjur, nokkrir geisladiskar, kóktappar og skóinnlegg.
En er ekkert meira í herberginu mínu en drasl, spyrjiði kannski. Jú vissulega er meira en drasl hér. Ég er með tvo fána, einn Real Club Deportivo Mallorca fáni og einn Liverpool fáni. Svo er hérna á hvítmáluðum veggnum tvær teikningar eftir sjálfan mig, önnur af bleikum rostungi og hin af fjólbláum bjór(bifur). Einnig eru hér 15 plaggöt af fótboltamönnum, á einum veggnum er bara mynd af meistara Megasi og svo er einn veggur tileinkaður tónlistarmönnum sem ég dýrka, nokkuð flottur veggur þó ég segi sjálfur frá.
En hva, er ekkert nema veggir í þessu herbergi? Jú að sjálfsögðu eru ekki bara veggir hér, hér inni er líka tölva sem ég nota mikið, bóka/draslhilla og tveir geisladiskastandar sem hýsa í augnablikinu 200 geisladiska.
Einnig er hér rúm, stórt rúm sem nægir jafnvel fyrir tvo bandaríkjamenn, og beint á móti rúminu er svo ljót hilla sem hefur að geyma sjónvarp og DVD diska.
Á gólfinu er svo…æjj sleppum því nú bara að telja það upp.
En þetta er herbergið mitt í hnetuskel, þótt lýsingin á því hljómi kannski ekki spennandi þykir mér mjög vænt um það, hér hef ég eytt mörgum góðum dögum í ekki neitt nema að hanga og einnig hef ég eytt mörgum góðum dögum í að hafa samskipti við raunverulegt fólk sem og tölvufólk. Það kann ég vel að meta. Í herberginu mínu hef ég þó lítið lært enda lítill lærdómsandi hér inni. Hitastiginu í herberginu reyni ég að stilla í hóf þrátt fyrir hvað ég get stundum verið heitur sjálfur, 22°c tel ég heppilegasta hitann.
Takk fyrir mig, hvað fær maður svo í verðlaun?