Ég var með föður mínum að aðstoða hann við að tengja snúrurnar, og fela, inni í stofu. Pabbi lagði mikið upp úr því að hafa þær faldnar, og allt í lagi með það, enda finnst nú a.m.k. flestum snúrur sem liggja um öll gólf ljótar. En þar sem við vorum þarna fór ég að velta fyrir mér þessu; af hverju öllum þættu snúrur svona ljótar? Ég meina, snúrur eru bara eitthvað sem liggur meðfram gólfinu, bara svona litlar sætar snúrur. Alveg eins með sparsl. Oftast málar fólk yfir sparsl-klessurnar eða hengir eitthvað yfir þær. En hvers vegna?
Víst okkur mannskepnunum finnst (flestum) snúrunar ljótar, hver vegna er allt í lagi að þær hangi út úr símum, meina þá snúrusímar? Þær eru ekkert öðruvísi en aðrar snúrur. Eru snúrurnar sem liggja á gólfunum þá “hannaðar” til að vera ljótar? Fæðast allir (eða flestir) inn í “snúrur eru ljótar” heim, og gera það sjálfkrafa, eða hvernig er þetta? Hvers vegna borða ég þá spaghetti? Það eru snúrur, eða eins og það. Salerninu er samt stillt upp svo fallega inni á baði…
En víst snúrur eru svona ljótar, væru þær sætari ef þær væru málaðar? Ef maður myndi mála snúrurnar með fallegu blómamynstri eða einhverju álíka, myndi þá fólki líka vel við snúrurnar á heimilinu? Eða eru þær eitt af þessum hlutum sem alltaf eru ljótar, hvernig sem þær líta út? Er þetta vegna þess að þetta er með rafleiðslum inní, eða einhverju allt öðru?
Kannski er þetta bara svona fáránleg pæling, hugsanlega heldur einhver núna að ég eigi ekkert líf, sem ég skil alveg, því hvers vegna væri einhver að pæla í einhverju svo fáránlegu sem þetta er? Ég er að skrifa um vangaveltur mínar um snúrur…
Takk fyrir mig.
Xinya
Wonderful, wonderful.