Hvað er Skrappbooking -?

Skrappbooking eða skrappa er að gera mynda album með þínum myndum
á sérstakan og hugmyndaríkan hátt. Einföldu mynda albúmi er breytt í
bók sem segir sína eigin sögu. Við notum fallegan pappír,límmiða,borða,
og annað skraut - stóran og lítinn texta til að segja söguna á bak við myndirnar.


Hvað þarf ég til að skrappa ?

Ekki margt - en þú þarft að eiga undirstöðu hluti - þú byrjar á að
velja sérstakt albúm - til dæmis frá Paperwishes/Hot off the Press.
Fyrir utan myndirnar þínar ef þú hefur lím,penna,skæri,og sýrufrían litaðan pappír til dæmis frá Junkitz - þá getur þú byrjað.

Sýrufrír pappír er mjög mikilvægur svo albúmið þitt upplitist ekki
með tímanum.

Mikið af allskyns skrauti er til - til að skreyta síðurnar
skoðaðu úrvalið í föndurverslun sem selur skrappvörur -
ein sérstaklega góð er á höfuðborgarsvæðinu www.fondurstofan.is
góð verð og frábær þjónusta - þú getur fengið ráðleggingar
varðand uppbyggingu á albúminu þínu.

En ef ég er alls ekki föndursleg eða hugmyndarík !
er það vandamál? Nei alls ekki - það góða við skrappbooking er
að þú getur gert flott albúm með því að skoða ótal hugmyndir
á netinu eða annars staðar - ekki láta þetta stoppa þig.


Þú munt örugglega koma sjálfum þér óvart hve hugmyndarík þú ert
eftir að þú byrjar - þetta gerðist hjá mér og ef ég get gert þetta
þá geta það allir

Kveðja

Elísabet :-) www.fondurstofan.is
Before you criticize someone you should walk a mile in their shoes…