Ég er búsettur erlendis þar sem margt er ódýrara en heima á Fróni.
Eftir búðarferðina í dag langar mig að athuga hvað þið sem rekið heimili mynduð áætla að karfan mín myndi kosta ef ég hefði verslað þessar vörur heima á Fróni?
Í henni var að finna eftirfarandi vörur (sjá mynd).
1 lítri Mjólk
1 Kíló af Brauðvélar mixtúru
Kotasæla
Rjómi
Salamí
Þurrkuð skinka
Kalkúnaskinka
250 gr. Smjör
Brie ostur
Rucola salat
Sveppir
Ostur í sneiðum
Twix eftirlíking 8x2 stykki
Brokkoli
Tómatar á grein í boxi
Tómatar í neti
Rauð paprika
2 nektarínur
Búnt af vorlauk.
4 Súkkulaði frauð
Strengjabaunir í poka
Fetaostur 2x250gr
Það skal tekið fram að þessar vörur voru verslaðar í lágvöruverslun (Lidle) svo best væri að bera saman við Bónus.
Endilega sendið inn verðhugmyndir.
Ég læt ykkur vita hvað þetta kostaði hérna úti seinna í dag.
Kær kveðja frá Hollandi,
Ingi
www.facebook.com/teikningi