sælir kæru Hugarar.
Ég á við smá vandamál að stríða: nágranna mína! Ég veit ekkert hvað ég á að gera og langaði til að ath. hvort að einhver hér hefði ráð fyrir mig…
Þannig er mál með vexti að ég leigi neðri hæð í tvíbýli og líkar allt mjög vel, fyrir utan nágrannana. Ég er búin að búa hér í bráðum eitt og hálft ár en þau fluttu inn ca. 2 mánuðum á eftir mér.
Ég er nýskriðin yfir tvítugt og bý með 4 ára barni mínu og svo á ég vin sem gistir oft hjá mér líka. Fólkið uppi er par á miðjum aldri, alkahólistar. Þetta fólk er mjög oft á fyllerí og stillir þá tónlistina mjög hátt og skiptir engu hvaða dagur er, eða hvað klukkan gengur. Oftar en ekki fara þá að rífast og fylgir því barsmíðar, öskur og hurðaskellir.
Eins og þið getið ímyndað ykkur er þetta mjög leiðinlegt ástand til lengdar og sérstaklega vegna barnsins míns, ég vil ekkert að það alist upp við þessi djöfullæti.. Ég hef margoft reynt að tala við fólkið en allt kemur fyrir ekki. Þau lofa öllu fögru en eftir að flaskan er opnuð fer allt á sama veg. Ég hef þó aðeins einu sinni haft samband við lögguna vegna þeirra. Í það skiptið voru þau að rífast og slást og ég get svo svarið það að ég hélt að hann væri að drepa hana. Löggan kom og talaði við þau og eitthvað minnkuðu lætin það kvöldið…
Ég veit ekkert hvað ég get gert annað en að tala við fólkið sem þýðir lítið því að það fer inn um annað og út um hitt… Ég get því miður ekki flutt því að ekkert framboð er á íbúðunum sem ég get leigt. Þau eru líka að leigja en ég veit ekkert hvernig það virkar… Get ég talað við leigusala minn eða þeirra eða á ég að reyna að tala við lögregluna…
Ég er komin með miklu meira en nóg og er alveg ráðþrota svo að öll ráð eru MJÖG vel þegin..
Með fyrirfram þökk, Yra