Ég vinn við þannig vinnu að ég þarf að vera mikið inná heimilum annara og þarf að komast í hvert einasta skúmaskot á heimilinum, öllum herbergjum og geimslum. nei, ég vinn ekki við þrifnað.
Ég hef tekið eftir einu mjög leiðinlegu og það er sóðaskapur íslendinga! Heimilin sem ég kem inná eru heimili fátækra jafnt sem ríka. Það er ótrúlegt hvað gólfin eru oft illa þrifin, gólflistar upp við veggi klístraðir og með þykku lagi af ryki, rosalegt drasl og óskipulag. Var inní herbergi heimasætunar um daginn, virtist vera ný útskrifuð úr frammhaldskóla, ég komst ekki að inní herbergin hennar, ekki möguleiki, himinháir staflar af geisladiskum uppvið veggina, botnin klístraður við gólfið (þurfti að færa diskana), svo var rúmmið með allan fataskápin ofaná, skólabækur, skór og ég veit ekki hvað! Ég þurfti að komast inní þessi herbergi, gat ekki rutt dótinu úr veginum enda er ég ekki komin til að taka til! Ég óð bara yfir fötin og leið mjög illa yfir því, þegar ég kom inní herbergið sá ég að fataskápurinn var líka stút fullur! Ég á bara ekki til orð, þetta er svona í svo mörgum heimilum. Svo sá ég stelpuna sem átti herbergið, allger skutla í nýustu tísku, támjóum hælaskóm með aflitað hár og málverk á andlitinu, kom mér á óvart, hún leit snirtilega út!
Ég bara get ekki skilið svona sóðaskap og smekkleysu á heimilum, það er ekki erfitt að hafa flott og smekklegt í kringum mann. Það er ekki hægt að ætlast til að allir hafi fínt hjá sér en come on, um 80% heimila sem ég kem inná er allgert tiltektar og hreinlætis keis!
Ég hef samt allveg komið inná flott heimili og ég man eftir þeim flestum, enda var maður lengur að vinnunni bara af að dást af öllu í kringum mann, fallegir munir, fallega raðað og ….ha? nauts! Hrein gólf!!! jibbííí
Íslendingar yfir höfuð bera enga virðingu fyrir heimilum sínum, sem er mjög leiðinlegt.
Heimilið mitt er ekki fullkomið en hlutirnir eru á sínum stað, það er skipulag og ég skúra og sópa reglulega og ég sleppi ekki gólflistunum!
Hvað er ykkar álit á þessu? Hafið þið orðið vör við svona heimili?