Það eru allir með eitthvað á sínu heimili sem að þeir vildu ekki vera án.
Littlu hlutirnir sem að auðvelda manni lífið.
Heima hjá mér eru taubleijur í fyrsta sæti.
Ekki það að ég sé með nein ungabörn.
Heldur eru þær svo handhægar.
Stærri en tuska, minna en handklæði.
Rykmoppan.
Ómissandi
Teppin mín.
Ég er með bunka af teppum í stofunni.
Allir þeir sem að eru oft heima hjá mér ganga í þau eftir þörfum.
Alltaf tilbúið teppi til að henda á gólfið ef að það koma lítil kríli í heimsókn.
Engum er kalt heima hjá mér.
Ylmkertin mín.
Ég er alltaf með kerti með vanillulykt.
Ég reyki nefnilega og vanila eyðir út reykingalyktinni.
Skjaldböku lampin minn í stofunni.
Ofsalega sætur, með 15 vatta peru.
Það er alltaf kveikt á honum, og þetta er besta næturljósið.
Þar sem að dóttir mín skríður alltaf upp í nóttunni, og þarf að hafa smá ljós.
Hvað er það sem er ómissandi á ykkar heimili ?
Kveðja
Namo