Það er nýbúið að mála nokkur hergbergi heima hjá mér. Við systurnar fórum út í búð og völdum málningu þar. Það tók nú ekki mikinn tíma. Ein valdi svona bleikgráan lit, hin valdi sama lit og síðan dökkgrænan og síðan valdi ég ljósbleikt og dökkvínrautt.
‘Eg málaði einn vegg dökkvínrauðan og allt hitt ljósbleikt. Ég var nú soldið hrædd um að þetta yrði aðeins of mikið bleikt eða vínrautt því ég er með mjög stóra glugga í herberginu mínu sem eru með vínrauðum gluggatjöldum. Þannig að það er nánast eins og 2 veggir séu vínrauðir þegar er dregið fyrir. En þetta kom bara mjög vel út. Eða það finnst mér allavegana. Þetta er mjög kósí og þegar maður kvekir á kertum þá ermjög þægilegt ljós í herberginu.
Síðan málaði stóra systir mín tvo veggi dökkgræna og hina svona bleikgráan. Ég hélt að það myndi nú ekkert koma svo vel út en það þrælvirkaði. Líka hjá hinni systur minni sem málaði bara alla veggina bleikgrá
Það er ótrúlegt hvað fólk getur gert með smáslettu af málningu. Öll herbergin breyttust til muna og líta öll mun betur út. Það kom mér líka á óvart hvað það kemur vel út að mála einn til tvo veggi í öðrum litum.