Það voru alveg dökkbláar gardínur í stofunni hjá mér en ég tók þær niður og setti upp svona ljós drapplitar og þvílíkur munur, VÁ allt var svo bjart og virtist bara stærra :)
Eins inná baði, úff mér fannst svo yfirþyrmandi að vera þarna inni á þessu litla baðherbergi, þá ákvað ég að taka dökkbláu mottuna af gólfinu (hún huldi nánast allt gólfið) og HEI bara eins og baðið hefði stækkað um helming :) Ég tók líka dökka sturtuhengið og keypti svona glært plast sturtuhengi, svona með brosköllum, í Rúmfatalagernum, ýkt sætt og bara rosa bjart og mikið fallegra baðherbergi ;) Mamma er alltaf að gera grín að mér þegar ég segi að baðið og stofan hafi stækkað um helming, hún spyr hvort ég komi þá ekki meiru dóti inn, hvort gólfplássið hafi ekki stækkað, hehe alltaf svo fyndin hún mútta :)
Nú á ég bara eftir að endurskipuleggja eldhúsið sem er nú alveg ágætlega stórt en agalega skipulagt, það er ekkert borðpláss þar og ef ég er að baka þá þarf það allt að fara fram á eldhúsborðinu. Annars er ég að fara í leiðangur, ætla að kaupa mér brauðbox og setja það á hillu þar sem ég er með kertastjaka, þá er brauðið og flatkökurnar og það allt ekki út um allt, híhí :)
Æ annars er voða gaman að græja svona og gera heima hjá sér, gaman að geta haft fínt :)