Ég komst að því í kvöld að það þarf að skipta um poka í ryksugunni. Ég var að ryksuga, sem er reyndar hlutur sem ég geri ekki neitt of oft, og þá fór ryksugan að gefa frá sér svona blísturs hljóð. Og á sama tíma var eins og barkinn losnaði frá vélinni, ég tróð barkanum aftur í og hélt áfram að ryksuga. Sugan hélt samt áfram að blístra og blístra þannig að ég ákvað að opna hana svona til að kíkja hvort að það væri eitthvað stíflað, það sem var mér fyrir sjónum þá var ekki mjög smekklegt.
Já maður þarf víst að skipta um þessa poka, þessi sem var í var þrí-sprunginn og innra hvolf vélarinnar var svo troðfullt að þetta stökk svona allt á móti mér. Eftir að hafa hreinsað þetta allt úr vélinni þá fór ég að grennslast eftir því hvort að ég ætti svona ryksugu poka, en nei það var nú ekki til á heimilinu, þannig að ég fór bara og þreif klósettið í staðinn.
En þá er mér hugsað til þess, hvert á ég að fara að kaupa ryksugu poka, varla get ég notað hvaða ryksugu poka sem er? eða er þetta one size fits all? Ég kíkti aðeins á internetið, sló inn módelið á sugunni minni, sem er Panasonic MC-E771. Ég fékk upp 2 síður, önnur var Panazonic Zone á rúsnesku og hin var bestvacumbags.co.uk. Það lítur út fyrir að best vacum bags í bretlandi framleiði hundruðir mismunandi gerðia af pokum og tugi bara fyrir panasonic, og þeir eru svo næs að lista hvaða pokar passa við hvaða sugur. Það nátturlega staðfesti bara grun minn um að ég gæti ekki bara farið í 10-11 lágmúla og keypta bara einhvern einn ríkis-ryksugu poka og troðið í suguna mína.
Þá er spurningin, hvar finn ég ryksugu poka fyrir suguna mína? og hverjir ætli að séu með panasonic umboð í dag? umboðið ætti væntanlega að vita svona ?
En já ef einhver á MC-E771 sugu frá Panasonic má sá hinn sami segja mér hvar ég fæ poka !