Húsgagnahönnun oflr. Ég hef frekar mikinn áhuga á hönnun og öllu sem því fylgir. Mér datt í hug að senda inn hérna smá um húsgagna - og innanhússhönnun.
Húsgagnahönnun er eins og nafnið gefur til kynna, hönnun á húsgögnum, það sem mér finnst flottast í húsgagnahönnuninni eru ýmsir hlutir sem eru gerðir óvanalegir. Til að mynda stóll, sem er kannski ‘'afmyndaður’' þannig hann verður allt öðruvísi í laginu en venjulegir stólar. Hef reynt að teikna þannig stól en finnst það frekar erfitt!
Lampar eru líka í uppáhaldi hjá mér, eins og stólarnir þá vil ég hafa þá óvenjulega. Er með einn sem mig langar að hanna, ætla ekkert að fara í frekari útskýringar á honum;) Ég horfði einu sinni á innlit-útlit (það gerist mjög sjaldan :D ) og þá sá ég lampa sem einhver hafði hannað, þetta var svona lokað statíf eða box, glært og skýjað og ljósapera innan í, rosalega flott!
Svo eru það borðin, ég er búin að hanna eitt lítið náttborð og annað er í ‘'vinnslu’'. Borð geta líka orðið mjög óvenjuleg, en ég vil ekki hafa þau of óvenjuleg. Náttborðið sem ég gerði er allavega mjög venjulegt;) Hitt er aftur á móti dálítið sérstakara og mun stærra líka.
Húsgagnahönnun er eitthvað sem ég væri til í að starfa við í framtíðinni, eða innanhússhönnun. Ég er einmitt alltaf að fara að prufa að hanna innréttingu fyrir eldhúsið hérna heima, ekki til að setja upp, bara svona sjá hvernig mér gengur;)
En hvað segið þið, hvað finnst ykkur flottast í húsgagnahönnuninni og bara hönnun yfirleitt ?
Játs!