Hæ, jæja þetta er allt að smella saman hjá okkur núna með húsakaupin. Ég skrifaði hér á korkinn um daginn eitthvað um að ekkert væri að gerast með greiðslumatið okkar. En það tók tvær vikur að fá það gert. Manneskjan var sem sagt í fríi í hálfan mánuð og enginn sá um hennar verk á meðan. En greiðslumatið var afgreitt á einum degi þegar hún kom úr fríinu. Svo þurftum við að sækja um viðbótarlán og það gekk upp líka. Fasteignasalan sendi pappírana af stað í morgun, svo nú er að bíða í einhvern tíma eftir húsbréfunum.
En í þessu húsi sem við erum að kaupa þarf að mála og dytta svona aðeins að ýmsu. Til dæmis er eitthvað veggfóður á baðherberginu sem er farið að losna frá veggnum, erum ekki alveg búin að ákveða hvað við gerum í því. Ef þið erum með hugmyndir, sem eru ekki ógeðslega dýrar, þá væri það vel þegið að fá einhver ráð og hugmyndir. Svo er teppi á stofunni sem verður rifið af og sett parket. En spurningin er, hvernig parket er best að setja þegar maður er með(stóran)hund? Er það bara plastparket, sama hvaða tegund. Við myndum hvort eð er aldrei fá okkur ekta parket en erum svona að spá eitthvað í þessu.
Allar hugmyndir vel þegnar.