Þá er að koma þessu hobbyi úr dvalanum!! Ég er einmitt í smá vandræðum og vantar eiginlega pínu ráðgjöf!
Þannig er mál með vaxti að ég verslaði mér íbúð í maí í fyrra (þá komin 8 og 1/2 mánuð á leið). Þarna rættist sko stóri draumurinn sem svo marga dreymir. Við skoðuðum margar íbúðir og við (ég, mamma og stjúpi) féllum öll fyrir þessari. Hún er tæplega 90 fm að stærð fyrir utan stóra og góða geymslu á neðri hæðinni. 1 stórt svefn herbergi og 2 lítil, stór og fín stofa, baðherbergi og eldhús í mjög passlegri stærð.
Áður en við fluttum (vorum í leigu íbúð sem við vorum að missa svo við fluttum áður en við gerðum eitthvað) var það vitað mál að það þyrfti að mála ALLT það var ALLT hvítt og þá meina ég HVÍTT, maður fékk of birtu í augun. Það þurfti líka að rífa niður veggfóður í eldhúsi(loðið og algjör vibbi) og dúk á milli innréttinga, einnig þurfti að rífa 25 ára gamalt ullarteppi af stofugólfinu og setja nýtt parket þar!
Það eina sem að ég gerði fyrir fæðinguna var að pússa upp alla gluggana (sem að voru svartir) og lakka þá hvíta. Við byrjuðum síðan á því að rífa allt útúr geymslunni þar voru “hillur” úr uppsláttar timbri og MJÖG lélegum fúa spónaplötum. + að geymslan var brún… líka loftið… Þar var allt málað hvítt gólfið rautt og settar upp hillur(munur að eiga laghentan stjúpa í sumarfríi sko ;)) Svo var teppinu hent út mér létti í alvörunni um öndunina þegar að því var hent fram af svölunum við hátíðlega athöfn beint ofan í kerru og útá hauga takk BLESS!!! svo var málað og málað hið besta mál sko :) þegar við vorum að velja parketið vandaðist nú valið því að það var parket á holinu (sem liggur alveg að stofunni) og var eins parket vandfundið. Það fannst þó í Agli Árnasyni og keypti ég þar helling af parketi… reyndar of mikið… of mat stærðfræði hæfileika mína eitthvað svona rétt eftir barnsburðinn!! En alltí góðu með það það var þá bara lagt líka parket á stóra svefnherbergið en hin voru parket lögð. Sparaði mér sem sagt fullt af seinnitíma vanga veltum um hvað ég ætti að setja þar!
Núna er ég sem sagt hæst ánægð með IKEA stofuna mína því að við fórum á ÚTSÖLU í IKEA og keyptum ljós og gardínur og hillur og fullt meir;)
En núna er að Eldhúsið… er sko búin að mála og er sko alveg hrikalega sátt við litina en það er gult og í borðkróknum er grænn “neðrihelmingur”. Nú vantar mig að vita hvort að þið vitið um einhverjar aðrar búðir en húsasmiðjuna sem selja STENSLA… og svo með gólfefni… er að spáí flísar/parket/kork og get sko allsekki ákveðið mig arg.. var að spáí að skipta á milli hafa borðkrókin (sem liggur að parketlagða holinu) með parketi og eldhúskrókin með flísum.. eða bara alveg kork eða einhverjar tillögur???
Skal meir að segja senda mynd einhvern tíman þegar að ég kemst í skanna og setja hérna inn!
en vonadi eigiði svör handa mér helst ódýr tíhí
með HEIMILIS kveðju dinda
kv