Núna er ég að öllum líkindum að festa kaup á gömlu húsi.
Það er ónýt eldhúsinnrétting og þarf í raun að byggja eldhúsið upp á nýtt.
Það þarf að flísa og teppaleggja allt og mála eða setja upp betrekk.
Ég bý hérna í danmörk og það er allt betrekkt og málað yfir. Einnig langar mig að setja baðherbergi í kjallaranum þar sem er risastórt þvottarhús, reyndar er smá sturtuhorn þar fyrir en mig langar að stækka það og setja alvöru baðherbergi.
Uppl. um húsið má finna á
http://www.home.dk/search?o_id=4694&visbolig=true&sag snummer=721H1129&lynsoeg=true&side=1&home=true
Nú langar mig að auglysa eftir hugmyndum um hvað þið munduð gera og hvernig þið munduð hafa þetta.
Ég er ekki búin að kaupa og þar af leiðandi ekki komin með fastar hugmyndir en það væri gaman að fá smá álit frá ykkur og þá kannski aðrar hugmyndir en ég hef nú þegar.
Kveðja Starcat