
Mitt draumahús er bjálkahús með þykkum bjálkum svona svipað og er á myndinni sem fylgir með.
Á neðri hæðinni mundi ég hafa eldhús, baðherbergi og stofu.
Á efri hæðinni yrðu svo svefnherbergi og hugsanlega geymslur undir súðinni til að nýta plássið.
Í stofunni eða ca. fyrir miðju húsi mundi ég setja steinbrenniofn svipaðan og er á þessari heimasíðu http://www.masseovn.dk/
Innréttingar og húsgögn í húsið mundi ég velja þannig að allt væri úr timbri og sem mest í svona bjálkastíl.
Ef þið farið og skoðið fleiri myndir hérna á áhugamálinu heimilið þá getið þið séð myndir sem ég hef sent inn af rúmi sem mundi passa inn og einnig af stiganum á milli hæða.
Það er hægt að skoða meira um svona hús og brenniofna á http://www.askyggdrasil.dk/
Gaman væri að fá að heyra um draumahús ykkar.