Ég eins og flestir aðrir á mér draumahús og langaði mér að segja ykkur frá hvernig mitt draumahús er og fá kannski að vita hvernig ykkar draumahús ætti að vera.
Mitt draumahús er bjálkahús með þykkum bjálkum svona svipað og er á myndinni sem fylgir með.
Á neðri hæðinni mundi ég hafa eldhús, baðherbergi og stofu.
Á efri hæðinni yrðu svo svefnherbergi og hugsanlega geymslur undir súðinni til að nýta plássið.
Í stofunni eða ca. fyrir miðju húsi mundi ég setja steinbrenniofn svipaðan og er á þessari heimasíðu http://www.masseovn.dk/
Innréttingar og húsgögn í húsið mundi ég velja þannig að allt væri úr timbri og sem mest í svona bjálkastíl.
Ef þið farið og skoðið fleiri myndir hérna á áhugamálinu heimilið þá getið þið séð myndir sem ég hef sent inn af rúmi sem mundi passa inn og einnig af stiganum á milli hæða.
Það er hægt að skoða meira um svona hús og brenniofna á http://www.askyggdrasil.dk/
Gaman væri að fá að heyra um draumahús ykkar.