Þegar ég var lítil þá man ég eftir þvílíkum stórhriengerningum fyrir jólin. Það þurfti að þrífa gluggana að innan og helst að utan, þrífa veggi og loft (hrikalega fannst mér leiðinlegt að þrífa veggina í herberginu mínu), þurrka úr öllum hillum, þvo og pússa og bóna öll gólf, taka alla skápa í gegn, þvo allar gardínur og ég veit ekki hvað og hvað. Hvað muna margir eftir svona hreingernginum á sínum æskuárum?

Og hvernig er þetta í dag? Gerir fólk almennt svona svaka jólahreingerningar nú til dags? Ég veit að fyrir mitt leyti þá nenni ég ómögulega svona svakalegum hreingerningum. Lýsingarnar sem eru í greininni hennar Zaluki passa ágætlega við mig ;) Ég held, án þess að þó vera viss, að fólk í dag hafi hreinlega ekki tíma né orku í svona þrif. Flestir eru að vinna úti og hafa nóg með að ná að kaupa gjafir og skrifa kort fyrir jólin.

En auðvitað vil ég ekki hafa allt í drasli á jólunum, bara nenni ekki að þrífa veggina eða þvo gardínurnar ;)
Kveðja,