Setjið hellu á eldavélinni á lítinn straum. Stráið á heita helluna
teskeið af negul, kanil og engifer… sópið fljótt af aftur … og
Bingó ! bökunarlyktin komin..
Kaupið pakka af homblest með súkkulaði, skellið örstutt í
örbylgjofninn nokkrum kex kökum (muna að taka þær fyrst úr
pakkanum) og fyrsta umferð í jólabakstrinum er fullkomin.. Restina
kaupið þið í næsta bakarí og setjið í fallega bauka.. það er ekki
nokkur maður sem sér muninn. (nema þeir sem hafa
notað sömu uppskrift : ) (eykur samkend, er víst rosalega gott ..)
Jólahreingerningin:
Fyrir þá sem hafa tíma: Vindið nokkrar tuskur upp úr þrifi eða ajax
og leggið á ofna vítt og breytt um húsið.. og heimilið ilmar af
jólahreingernignunni. Fyrir þá sem ekki hafa eins mikinn tíma er
nóg að skrúfa tappann af þrifbrúsanum og láta hann standa í
forstofunni. Þá fer það ekki framhjá neinum sem kemur í heimsókn að
búið er að gera hreint.
Nauðsynlegt getur verið á sumum heimilum að styðja við þessa aðgerð
með því að draga úr raflýsingu og nota kertaljós í staðinn… það
passar líka miklu betur hvort eð er fyrir stemminguna.
PS: Skrifaði þetta ekki sjálf, fékk þetta sent í e-mail og fannst þetta svolítið sniðugt og langaði að deila “sniðugheitunum” með ykkur :)
———————————————–