ég veit ekkert hvert ég á að setja þetta enn ég ættla að prófa þetta hérna! En vinsamlegast ekki fara að grafa mig upp og finna símanúmerið mitt og fara að hringja og segja hversu hrikalegt þetta er, en endilega komið með hugmyndir og eitthvað sem að gæti hjálpað!

Sko svona er í pottinn ´búið að mamma mín er alltaf í svo rosalega miklu stressi, alltaf að fara yfir ritgerðir (hún er kennari) og hefur alltaf mjög lítinn tíma, hún gerir eiginlega aldrey neitt fyrir sjálfa sig nema kanski að fara í ljós. Ég meina henni finnst meira að segja mjög erfitt að kyngja því að hún fari í heitt og gott bað í staðinn fyrir í sturtu til að spara tíma svo að hún geti farið að elda kvöldmat! Núna þegar jólin eru að koma veit fjölskyldan ekkert hvað við eigum að gefa henni!Fyrst datt okkur í hug að gefa henni gjafakort í einvhernskonar ég man ekki hvað það heitir, svona þar sem maður fær nudd og getur farið í heitapottinn og það er bara vsona stjanað við mann (vitiði hvað ég er að tala um?) en þá sagði pabbi að hún myndi bara láta það renna út því að hún á eitt þannig sem að hún notar ekki! Þetta er rosalegt vandamál. Hún er alltaf svo stressuð og ef að hún býr til kvöldmat og einhver segir ojj þá finnst henni eins og að við séum alls ekkert þakklát fyrir það sem að hún er að gera, en það er SVO EKKI satt! Við erum núna öll að reyna að vera svona aðeins meira hreinlátari, setja óhreina diska í uppþvottavélina til að spara mömmu tíma og reina að hætta að segja ojj við öllum mat og hætta að suða um pizzu á hverju kvöldi og þannig (ekki það samt að við gerum það alltaf en við spurjum af og til, en þá eru ekki til nógu miklir peningar. Enda er rándýrt að panta pizzu!) en samt finnst henni hún ekki gera nóg! Hún er alltaf að reyna að vera góð með því að taka til í skólatöskurnar okkar systkyna og búa um rúmið (En við tökum til sjálf) En það eru hlutir sem að við getum gert sjálf og erum oft búin að segjast geta gert sjálf, en hún er alltaf að leggja sig alla fram í að vera góð. En ég vil biðja ykkur að gefa okkur kanski smá ráð um það hvernig við getum sýnt mömmu að okkur þykir alveg rosalega vænt um hana og við elskum hana öll alveg út af lífinu án þess að hún þurfi alltaf að vera mamma ársins! Og endilega komið með hugmyndir af jólagjöf handa henni, við erum alveg tóm! OG plís ekki fara að hringja eitthvert hingað heim og segja að allt sé svo hræðilegt! BARA plís það er ekki mikil fyrirhöfn að sleppa því! EN ég vona að ég fái góð viðbrögð og góða hjálp!