Hátíð ljóss og friðar og allt það er að ganga í garð.
En því miður er þetta sá tími þegar flestir heimilsbrunar eiga sér stað.
Ég hugsa nú að flestir geri sér grein fyrir afhverju það stafar, en það er aldrei talað of mikið um þessa eldhættu sem stafar af öllum þessum kertum og jólaseríum o.þ.h.

Það er auðvitað hræðilegt að missa allt sitt í bruna, tala nú ekki um rétt fyrir jólin.

En við skulum hafa í huga nokkra punkta næst þegar við kveikjum á kerti heima hjá okkur.

* Passa að loginn nái ekki í skreytinguna
* Passa VEL upp á börn á heimilinu, kertaljós heillar litla forvitna putta
* Taka reykskynjarann úr umbúðunum, hengja hann upp, og setja í hann batterí ;D
* Það er líka gott ráð að telja hvað maður kveikir á mörgum kertum, svo maður geti talið hvað maður slekkur á mörgum, til að gleyma örugglega engu kerti.
* Þá þarf auðvitað að muna að slökkva á kertunum áður en maður fer út eða fer að sofa.

Það er hægt að kaupa svokallaða “englavakt”, það er lítið “tæki” sem maður setur á neðst á kertið, svo þegar það brennur niður þá kæfir það logann.
Einnig er hægt að kaupa eldvarnarefni til að spreyja á kertaskreytingar, en auðvitað eru þessi hjálpartæki ekki 100% örugg.

Einnig þarf að passa að jólaljós, serúr og þessháttar, liggi ekki uppvið gardínur og önnur eldfim efni.
Perurnar geta hitnað rosalega og þannig kveikt í.
Passa líka vel upp á að allar snúrur og klær séu heilar.

Svo er auðvitað mjög viturlegt að vera með brunatryggingu og innbústryggingu ef eitthvað skyldi nú fara úrskeiðis.

Ég gleymi ábyggilega einhverju … endilega bætið því við ef þið munið eitthvað annað sem þarf að passa upp á.

Bestu kveðjur, og ég vona að þið eigið öll slysalaus og gleðileg jól :)
———————————————–