við maðurinn minn keyptum okkar fyrstu íbúð sumarið 2001. við máluðum, brutum niður vegg og lögðum parket og loksins núna erum við (þ.e. maðurinn minn og pabbi) að flísaleggja í eldhúsinu.
eina herbergið sem ekkert var gert við er svefnherbergið og nú er röðin komin að því. það er ömurlega blátt á litinn og ekkert spennandi. við ætlum að mála það ljóst og skipta um húsgögn. allavega að einhverju leiti. því miður eru peningarnir alltaf af skornum skammti svo maður getur ekki hoppað inn í næstu búð og keypt allt sem hugurinn girnist.
við ætlum ekki að kaupa nýtt rúm en öllu öðru reynum við að skipta út.herbergið er frekar lítið svo við ætlum að skipta um fataskáp. hann er mjög stór og fyrirferðamikill svo við ætlum að finna annan nettari. og svo vantar okkur e-ð fyrir tölvuna. helst vildi ég hafa hana í tölvuskáp sem hægt væri að loka. mig hefur líka alltaf langað í ruggustól og ætla að reyna að redda mér einum slíkum og svo vantar ný náttborð. ætla að láta mér detta e-ð sniðugt í hug með það. læt ykkur vita þegar ég finn lausnina…
en ég býst ekki við því að þetta verði gert fyrir jólin. próf og svoleiðis. en vonandi í janúar. ef þið vitið hvar er hægt að kaupa svona lokan-legan tölvuskáp megið þið endilega láta mig vita.
kv. forynja
“let's build more cars so we can drive away before we choke…”