Sælar dömur.
Veit ekki hvort að hugmyndir að jólaföndri eigi heima hér sem “grein”.? Ef ekki, þá kannski færir bara einhver þetta til fyrir mig :)
Ef þið eigið ódýrar föndurhugmyndir megið þið alveg deila með okkur hinum.
Eitt sem ég ætla að gera fyrir jólin er þetta.:
Taktu ýmsar stærðir af frauðkúlum og penslaðu þær með lakklími.
(eina í einu náttúrulega :)
Stráðu yfir eða dýfðu hverri kúlu í hin ýmsustu krydd.
T.d. krydd sem þú átt í skápnum og er útrunnið.
Hægt er að nota t.d. Season all, aromat, múskat, negul,
engifer ofl.ofl. Ef þú villt ekki að kúlan “lykti” er hægt að
spreyja yfir hana með lakki. Ef þú gerir það ekki helst
kryddlyktin af kúlunni í einhvern tíma.
Til að hengja þær upp er hægt að nota fallega borða eða girni, og
skreyta með t.d. eriku eða litlum greynum.
Eins er ég að fara að gera svona frauðkúlur með því að pensla þær með lakklími, rúlla þeim upp úr sagógrjónum, pensla aftur yfir með lakklími og svo með glimmerlakki í lokin.
Þessar kúlur eru ótrúlega flottar og jólalegar.
MBK Magenta-í jólastuði