Tölvupósturinn sem einhver sendi hingað inn á áhugamálið og annars staðar á huga og fjallar um tölvupóst frá LHS um HIV er algjör uppspuni. Ekki taka þetta alvarlega.
Landsspítalinn hefur gefið út yfirlýsingu vegna þessa. Hér er hún, tekin af www.mbl.is


“Föstudaginn 4. nóvember, 2005 - Innlendar fréttir

Sagan í tölvupóstinum uppspuni frá rótum

ALLMARGAR ábendingar bárust til Landspítala - háskólasjúkrahúss í gær vegna tölvupósts sem ber heitið ”Þetta er því miður ekki brandari“ og gengur nú hratt manna á milli en pósturinn var settur þannig upp að svo virtist sem hann hefði…


ALLMARGAR ábendingar bárust til Landspítala - háskólasjúkrahúss í gær vegna tölvupósts sem ber heitið ”Þetta er því miður ekki brandari“ og gengur nú hratt manna á milli en pósturinn var settur þannig upp að svo virtist sem hann hefði upphaflega komið frá starfsmanni spítalans. Í yfirlýsingu sem spítalinn sendi frá sér vegna málsins segir að pósturinn sé ekki kominn frá viðkomandi starfsmanni. Pósturinn hafi orðið til fyrir um fjórum árum og þá hafi verið tekið á þessu máli. Nú sé sami tölvupóstur kominn í dreifingu en hann sé spítalanum algerlega óviðkomandi og er fólk vinsamlegast beðið um að eyða honum.

Í póstinum er rakin saga af manneskju sem stingur sig á HIV-smitaðri nál í leikhúsi í París í Frakklandi. Saga sem þessi kallast ”flökkusaga" en hún er send í þeim tilgangi einum að fá sem mesta dreifingu. Þessi tiltekna saga hefur verið á kreiki í mörg ár, með breytingum, og er uppspuni frá rótum.

Ef vafi leikur á hvort um flökkusögu eða falspóst sé að ræða er rétt að benda á vefsíðuna http://hoaxbusters.ciac.org en hún hefur að geyma helstu flökkusögur og annan falspóst sem dreifist víða".