Það fer reyndar líka í taugarnar á mér hvað sumir krossfittarar detta mikið í “mín aðferð er betri en þín”, og finnast allt nema krossfit bara lame.
Jamm
Ég hef mjög gaman af því að lesa svona rifrildi milli hópa. Upphaflega hélt ég að ég yrði sammála viðhorfum crossfittara því andstæðingar þeirra eru oft gríðarlega þröngsýnir og virðast ekki getað skilið að hypertrophy eða max dedd er ekki takmark allra í gymminu en crossfittararnir eru ekkert skárri, gefa skít í fólk sem hefur lagt gríðarlega mikið á sig í sérhæfðari greinum.
Crossfitarar virðast líka halda það að ef crossfittari vinnur íþróttamann úr annarri íþrótt í crossfitti þá sé það vegna þess að crossarinn sé í betra formi, ekki vegna þess að hann er betri í crossfitti. Þú verður góður í því sem þú æfir þig í.