Niðurstaðan er sú að Halli hagnaðist á ólöglegri steranotkun sem gerði hann sterkari en Maggi hefði mögulega getað verið án steranotkunnar = Halli svindlaði = Halli gerði samkeppni þeirra ójafna með steranotkun sinni.
Steranotkun gerir samt samkeppni einstaklinga ójafna, burtséð frá keppnisreglum
Þetta er missamræmið í máli ykkar sem að lætur dæmið ekki ganga upp.
Ef að þetta er burtséð frá keppnisreglum þá er ekki hægt að tala um svindl.
Setjum upp sama dæmi þar sem að Halli er á adderalli við ADHDinu sínu og vinnur
vegna þess að hann getur líkamlega æft oftar, stífar og betur en Maggi,
er það þá ójöfn samkeppni eða er það jöfn samkeppni?
Lyfið er jú eftir allt saman löglegt.
Ég skil alveg pointið ykkar, það sem að þið eruð að segja
er að það sé hundfúlt að það sé hægt að brjóta lögin til
þess að ná árangri auðveldlegar/meiri árangri,
og því fylgir þá að til þess að jafna út
þetta forskot andstæðinganna þyrftir þú sjálfur að brjóta þau,
en þið ættuð að vera að kvarta yfir því að sömu reglurnar
séu ekki látnar gilda yfir alla með því að setja alla í lyfjapróf (sem að kostar ~6-120 þúsund
pu).