Aðallega þó til áhorfs. Veit alveg að þetta er meinholl íþrótt þar sem hún snýst aðallega um hlaup og spörk.
Allar íþróttir geta leitt til meiðsla sé álagið nægilega mikið.
Það serm böggar mig við fótboltan er hvað við eyðum miklu púðri í hann miðað við hvað við erum hræðilega lélegir. Við eigum og höfum átt heimsklassa fólk í mörgum einstaklingsgreinum en það fólk fær minni umfjöllun hjá fjölmiðlum en viðureign IR og Víkings í fótbolta. Eiður Smári er kosinn íþróttamaður ársins fyrir nánast það eitt að sitja á bekknum hjá góðum liðum.
Vandamálið er held ég að íþróttafréttamennirnir okkar eru fyrst og fremst áhugamenn um fótbolta