Nei, ég er að benda á hversu lélegt dæmi þetta er. Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að vöðvastæltur og heilbrigður karlmaður er mun meira aðlaðandi en grannur og ræfilslegur, það er einfaldlega staðreynd sem hefur oft verið rannsökuð. Það eru hins vegar líka augljóslega undantekningar frá þeirri reglu, að sjálfsögðu er hægt að vera svo ógeðslega massaður að það virkar eins og afmyndun og því ekki sérstaklega aðlaðandi. Mér finnst menn bara ekki vera að ræða þetta á raunhæfum nótum.
Sá sem heldur því að konur fýli ekki þetta look:
http://farm2.static.flickr.com/1354/1231842504_43e271f53c.jpg er að sjálfsögðu hálfviti. Hins vegar er spursmál hvort gaurinn á þessu video-i sé almennt álitinn jafn aðlaðandi. Held enginn hafi nennt að gera rannsókn á því, enda sjaldgæft að menn séu svona hrikalegir (næsta ómögulegt að ná þessu útliti með
náttúrlegum hætti).