ástæðan fyrir því að hér séu ekki færð rök er ekki sú að menn nenni því ekki heldur að enginn hefur þau. Það áttar sig enginn á muninum á sterum og kreatíni.
Kreatín Phosphate hjálpar til við að fylla á ATP. Vöðvarnir fá orku með því að kljúfa ATP (adenosine tri phosphate) eða réttara sagt með því að slíta eitt P frá svo úr verði ADP (adenosine di phospate).
Líkaminn þarf því fleiri ATP til að geta fengið meiri orku og þá notar hann kreatín phosphate til að breyta ADP aftur í ATP.
Sterar… ja þeir gera eitthvað allt annað.
Kreatín gefur manni (venjulega) um 5-10% meiri bætingu, þannig að ef maður sem fer frá 50-100kg í bekk myndi komast upp í 102-105kg með Kreatíni.
Annars skil ég ekki alveg hvað þú ert að tuða um eðlislægan mun, eða aðallega hverju hann skiptir. Það er svosem enginn eðlislægur munur á manni sem les eina bók og fræðist og öðrum sem les heilt bókasafn… báðir eru þeir að auka þekkingu sína með lestri en útkoman verður gjörólík og hæpið að kalla það sama hlutinn… nema þá eðlislega sem bendir til hve lítið er að marka það.
Ertu bara að reyna að böggast?