hehe já, en fyrir utan það að ég átti ekki 640 þúsund í keili, þá fannst mér fínnt að byrja í Einkaþjálfaraskóla World Class, aðeins léttara nám og svona. Það eru mjög góðir kennarar og sérstaklega í líffærafræðinni ! Hann Bogi, það er maður sem þú gleymir ekki, hann veit ALLT!
Án þrátt fyrir léttara nám en keili, er þetta alls ekki létt, hrikalega mikið af efni sem þú lærir á stuttum tíma, og mikið sem þú lærir af þessu, sérstaklega í svona dýpri málum sem þú ert kannski ekkert að spá í ef þú ert áhugamaður, eins og líffærafræðin og lífeðlisfræðin.
En ég mæli eindreigið með að fara í eitthvað svona nám ef þú ert mikill áhugamaður, sjálfur er ég hrikalega mikill áhugamaður og stefni hátt í framtíðinni, algjörlega búinn að helga líf mitt líkamsrækt og hreyfingu og að vera í góðu formi, drekk ekki, reyki ekki, borða ekki neitt óhollt og geri mér fyllilega grein fyrir því að “ég er það sem ég borða”.