Jahá. Þú hefur þetta greinilega allt á hreinu… En eitt sem þú getur greinilega ekki botnað er það að það skiptir mig þannig lagað séð ekki rassgats máli hvað þið skýrið myndirnar. Þetta er bara, og mun bara vera, mont og sýniskapur í mínum augum. Og þó svo að ég hafi ekkert persónulegt á móti þeim einstaklingum sem gera þetta þá finnst mér þetta bara asnalegt og barnalegt.
Og já ég skildi þetta hjá þér, þó svo að þú mættir alveg fara að eyða smá tíma í að laga orðalagið hjá þér. Þetta er nú dálítið kjánalegt… og ekki reyna að segja mér að þetta sé bara hvernig fólk talar í dag, ég veit það og finnst það fáránlegt. Þó svo að ég sé ekki neinn svaðalegur föðurlandssinni þá finnst mér kjánalegt að fólk er byrjað að sleppa ýmsum kommum og punktum ásamt því að nota ensk orð og stytta mörg þeirra. Við þurfum nú aðeins að halda í málið, þetta er nú tungumálið sem er sem næst forn norsku og dönsku. Mér finnst það vera eitthvað sem við íslendingar getum verið hreykin af.
Vonandi skildir “þú” þetta allt saman. (Ég veit að það eru nokkur stór orð þarna en það er aldrei of seinnt að læra) ;)