Það er einmitt málið….
Frá því við byrjuðum að labba þá höfum við verið í skóm. ef fólki finnst gaman að hlaupa, eins og mér, þá hefur það verið ansi lengi í hlaupaskóm.
Þeir verja löppina, dempa höggin, og festa fótinn í ákveðið form og stýra hreyfingum hans.
Gegnum árin þá rýrna vöðvarnir í fótunum, þeir fá ekki að athafna sig eins og þeim er ætlað.
Með því að nota t.d. þessa skó þá er ekkert sem stýrir fótnum og hann þarf að sjá um sig sjálfur þegar maður hleypur.
Fóturinn á ekki að þurfa stuðning, hann kann þetta alveg sjálfur.
ég keypti Nike free 7.0 fyrir ári síðan og þá var ég með slæma beinhimnubólgu í sköflungunum, búinn að fara til sjúkraþjálfara hálfu ári áður en kom bara alltaf aftur. Á einum mánuði í þessum skóm losnaði ég við hana og hef ekki fengið aftur.