Í þessari slóð
http://www.speakwell.com/well/2001_spring/4.shtml stendur orðrétt: Muscles of the abdomen and the lower back are primarily postural muscles and are generally made up of a greater number of slow-twitch motor units. These postural muscles are predominantly used for maintaining posture and are required for slower less intense movements where speed is not critical.
Í magavöðvum er semsagt yfirleitt meira magn af týpu 1 vöðvaþráðum sem eru þolþræðir og vinna til að vega gegn þyngdarafli og halda okkur í standandi stöðu. Aðrir vöðvar sem vinna sama hlutverk (stöðugleikavöðvar) eru gastrocnemius, hamstrings, tibialis anterior o.fl. Án þessara virkni vöðvanna myndum við auðveldlega þreytast fljótt í standandi stöðu og missa jafnvægið.
Hvað hef ég fyrir mér í þessu? Ég stunda nám við sjúkraþjálfun í HÍ. Það þýðir ekki að orð mín eru heilagur sannleikur og að ég sé eitthvað að reyna að vera betri en þú, ég hef einfaldlega lesið ýmislegt um þetta og reyni að vera kurteis við þá sem vilja fræðast um þjálfun með því að hlægja ekki framan í þá.
Ég er ekki sammála um að vaxtarræktarmenn í dag hafi mjög flotta magavöðva. Þeir eru oft of stórir og útþandir. Mér finnst klassískt þvottabretti mun flottara. Auðvitað geturu þjálfað magavöðva með 8-12 reps og miklum þyngdum. Ég sagði aldrei að það væri ekki hægt. Það er nóg af týpu 2A og 2B í magavöðvum til að það sé hægt. Mér finnst það bara ekki skynsamlegt til lengdar og nei mér finnst ofvaxnir magavöðvar ekki mjög flottir, þeir eru flottari þegar þeir eru þolþjálfaðir og fituprósentan er lág að mínu mati (meira eins og brad pitt í fight club).
Strákar, það er alveg hægt að þjálfa flottan maga með mörgum endurtekningum og lágri fituprósentu.