Alkóhólisti er sá sem sýnir alkóhólísk einkenni. Alkóhólísk einkenni geta verið fjölmörg, en algeng “byrjunareinkenni” er að drekka alltaf það mikið að þú farir í blackout, drekka alltaf það mikið að það endar á því að þú “drepst”, gera skandal á fylleríum, taka fyllerí og drykkjuskap fram yfir skyldur sem þér ber að sinna, taka drykkjuna fram yfir allt annað, þar með talið að svíkja loforð um að drekka ekki. Það að drekka í miðri viku o.s.frv. eru vissulega alkóhólísk einkenni, en þú getur líka verið alki þó þú drekkir bara einu sinni í mánuði. En á þessu eina fyllerí geriru svo mikinn skandal og drekkur svo illa að það getur ekki talist normal. Þá dregur fylleríið kannski svo mikinn dilk á eftir sér að það tekur langan tíma að laga það. (T.d fjárhagslega, vakna kannski upp á Spáni og muna ekki neitt). Þegar alkinn sekkur svo dýpra og dýpra inn í sjúkdóm sinn fara að koma fram fleiri og fleiri einkenni, hann getur ekki lengur sinnt skyldum sínum, missir vinnuna, bílprófið, fjárhagsvandamál fara að gera vart við sig, sambandsörðugleikar innan fjölskyldunnar og vinahópsins…..
Ég gæti skrifað heila ritgerð, en ég læt þetta duga í bili!<BR