Hvernig er best að fara að því að draga úr bólgum? Er það bara hvíld sem dugar?
Bólgnaði í ristinni fyrir hálfu ári síðan og það lagaðist ekki að fullu fyrr en um mitt sumarið eftir nokkra hvíld. Bólgnaði á hinni ristinni í kvöld og er að vona eftir skjótari bata í þetta skiptið. ;)
Ég er með eitthvað svaðalegt kælikrem sem virkaði svo sem ágætlega í síðasta skiptið. En ég var alltaf að ýfa upp bólguna þannig að hún ílengdist jafn lengi og hún var.
Bólgan virðist minni í þetta skiptið (og vonandi fer hún) en mig langaði bara að vita hvað væri til ráða ef þetta gerist aftur eða versnar. :)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..