P.s.
Smá copy paste af doktor.is:
Efedrín, sem er eitt af efnunum í Ripped fuel, er í fyrsta lagi flokkað sem lyf og í öðru lagi sem ávana- og fíkniefni á Íslandi. Það þýðir að öll sala, meðhöndlun og notkun þess varðar við lög, nema um sé að ræða lyfseðil frá lækni á viðurkennt lyf. Ástæða þessarar flokkunar er verkun efnisins og ekki síður margar og stórhættulegar aukaverkanir. Af 3308 aukaverkunum sem skráðar voru hjá Lyfja- og matvælastofnun Bandaríkjanna (FDA) fyrir fæðubótaefni frá janúar 1993 til febrúar 2001 voru 1398 (42%) vegna efedríns og skyldra efna (ephedrine alkaloids). Þar á meðal var 81 dauðsfall vegna efedríns og skyldra efna. Þess verður því vart langt að bíða að efedrín verði flokkað á sama hátt í Bandaríkjunum, enda er mikill fjöldi málsókna gegn fyrirtækjum sem selja þessar vörur í gangi.
<br><br>Kveð ykkur,
danna