Ertu að meina henna tattoo sem er málað á og endist í nokkra daga? Eða hin sem endast í 3-5 ár? Ég myndi alla vega ekki fá mér svoleiðis. Mútta sagði mér frá konum sem fengu svoleiðis í augabrýrnar til að spara sér blýantinn og liturinn var gallaður og þær eru í dag með skærbleikar augabrýr. Svo hverfa þessi tattoo ekki allt í einu nákvæmlega eftir 3-5 ár heldur deyfast þau og verða ljót þannig að þau geta verið einhverjar klessur í einhvern tíma áður en þau hverfa. Það er ef þau hverfa þá einhvern tímann alveg. Ég er með eitt alvöru tattoo sem er orðið 4 ára gamalt og enn mjög flott. Ég mæli með svoleiðis ef þú ert viss og þá almennilegum tattógæja. Borgar sig ekki að spara með svona. Ef þú ert hins vegar ekki viss, þá er betra að sleppa þessu. Annað, þú getur alltaf fengið ofnæmi fyrir litunum.