Ég og bróðir minn vorum að heyra af svona líka rosalega sniðugum kúr sem byggist á því að maður borðar bara stutt hýðishrísgrjón með sjávarsalti og sesamfræjum í fjóra daga.
Þetta á að hreinsa líkamann af eiturefnum. En svo var ég að frétta að maður þarf víst að borða sig niður áður en maður byrjar á kúrnum og að maður á að passa hvað maður borðar eftir kúrinn líka…
Ég myndi gjarnan vilja fá upplýsingar um þetta ef einhver þekkir til. Hvað er það nákvæmlega sem kúrinn gerir, hvernig borðar maður sig niður og hvernig á maður að passa mataræðið eftir kúrinn.
kveðja umsalin