Í nóvember fyrirfór sér einn tælenskur strákur, alinn upp hér á Íslandi. Ég þekkti hann lítillega þegar ég var með tælenskum strák. Í gær hefði þessi strákur orðið 21 árs og ég sá minningargrein um hann þennan dag með kveðju frá mömmu hans og systkinum og einum vini…en svo kom annað furðulegt!!!!! Þessi látni strákur fékk afmæliskveðju í útvarpið! Ég hef aldrei fengið jafnmikla gæsahúð og þegar nafnið hans var nefnt…Jú þetta var sko hans nafn, því nafnið er sérstakt og það er tælenskt, og svo var nefnt að hann væri 21 árs þennan dag! Ég var að hugsa hvort þetta væri ekki bara útaf Búddatrúnni-þar sem þeir trúi að maður fari yfir á annað tilverustig, eða aumingja fjölskyldan í bullandi afneitun um að hann sé farinn. Það er auðvitað erfitt að feisa svona.