Ég vona að þetta passi á þetta áhugamál en, ég svona hef verið að velta því fyrir mér, í frekar langan tíma nánar tiltekið mörg ár hvort þetta sé eðlilegt þ.e einhver svartur punktur sem ég sé alltaf sveima þar sem ég beini sjóninni. Hann truflar ekkert sjónina og tek ég ekki einu sinni eftir honum nema ég góni á ljóst umhverfi. Hann minnir helst á svarta loftbólu og virðist fylgja hornhimnunni, augasteininum eða hvað það nú er fullkomlega og hef ég stundum leikið mér að því að reyna halda honum kjurum með slæmum árángri því það virðist það erfitt að halda sjóninni fullkomlega stöðugri.
Ætli þetta sé eitthvað smá nálargat á einhverri himnu eða bara einhver mænor sjóngalli?<br><br>–
Heimurinn ownar ykkur