Jæja börnin góð. Ég er að gefast upp á sjálfum mér. Ég er svo mikið pushover að það er orðið óþolandi. Ég er í vonlausu sambandi sem ég kem mér ekki út úr. Við erum búin að reyna í 1.5 ár að reyna að laga það, en ekkert gengur, það er augljóst að þetta er ekki að ganga upp. Nú vil ég bara hætta þessu og byrja upp á nýtt. Hún á líka betra skilið en svona kvöl og pínu. Hvað get ég gert til að breyta mér? Ég finn mér alltaf einhverja afsökun til að gera ekki það sem ég vil. Koma mér út úr svona vonlausu sambandi, láta draumana rætast, láta mér líða vel, eða bara vera happy svona almennt.
Vinir mínir eru allir að gefast upp á mér og nenna varla að tala við mig lengur. :(
Er einhver með ráð eða veit um góðan sála sem getur sparkað almennilega í rassgatið á mér, og komið mér af stað? Ég er í bölvuðum vítahring, og er orðinn verulega niðurdreginn út af þessu öllu saman.
K.